Search
  • Ransy

Óveður og gegninar


Vaknaði við yndislegt hljóð í morgun,starfsmaður frá Suðurnesjabæ var að moka sig í gegnum stærðarinnar skafl hingað inná hlaðið.

Nágranninn sem kíkti á okkur í gær festi sig í þessum skafli en hann kallar nú ekki allt ömmu sína sá.

Fékk sér kaffi með okkur,skaust svo útí kolsvartann blinbyl og labbaði yfir á sinn bæ og náði í Trölla sinn og dró svo sjálfan sig upp úr skaflinum.


Dýrin á bænum voru öll í lagi eftir veðurlætin.

Við fórum útí dýrahús en þangað komst enginn í gær.Allir hressir og kátir nema endurnar sem vantaði vatn.Agalega sem þær geta sullað þessar elskur og vatnið endist ekki lengi hjá þeim.


Kindurnar hafa verið við opið en núna var ekkert um annað að ræða en að taka þær inn í aðalfjárhúsið.

Þeirra rúlla komin á kaf í skafl og kindurnar komust lítið sem ekkert frá skjólhúsinu sínum vegna skafla.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég þarf að reka þær inn,hafa alltaf hlýtt kalli en stóðu núna og góndu bara á hurðina og hreyfðu sig ekki.

Svanur var fyrstur til að gegna og svo Ugla hans Hebba með honum og þá rann allt inn.

Þær voru nú minna svangar en ég bjóst við,sníktu brauð en ekkert var brauðið í þetta sinn.

Gáfum alveg extra vel á báðar gjafagrindurnar sem taka töluvert af heyi,vötnuðum og ég tók hrútinn úr og setti í sýna stíu.

Gimbrarnar eru inni og voru þær fegnar að fá mélið sitt í dag.


Hænurnar voru auðvitað búnar að verpa hreiðrin sín full af eggjum.

Aligæsirnar voru á lífi eftir veðurlæti.

Það tókst með herkjum að koma mat í þær blessaðar því það var svo mikill snjór fyrir hurðinni en það tókst að lokum að opna hana út.

Þær fengu brauðið sitt og einnig sætabrauð.Ekkert bygg í dag enda allir matardallar horfnir undir snjó.


Gerðum extra vel við dýrin í húsunum ef næsta lægð kemur í veg fyrir að ekki verði hægt að komast í gegningar á morgun.

Þá var að koma sér heim og huga að hrossunum.

Hrókur sem er einn í girðingu týndi nýju rúllunni sinni í stærðarinnar skafl!

Merarnar og trippin voru orðin heylaus en höfðu beit.


Hebbi sótti Trölla til nágrannanna og mikið var þægilegt að nota hann við að gefa skepnunum tugguna sína.

Það þarf ekki einu sinni að opna hlið!

Tók nokkrar myndir í dag á meðan að þessi örlitli veðurgluggi myndaðist til að koma sér út í gegningarnar.

Lofaði nýjum eiganda að þessari dömu mynd af trippinu sínu ;)

Rákin mín undan Fjalladís og Borgfjörð,henni leiddist ekkert að fá tugguna í dag þessari elsku.

Hrókur kominn með aðra rúllu í stað þessarar sem er týnd undir stóru skafli.

113 views

Recent Posts

See All

Heimsókn í hesthús

Jæja þá loksins komst ég til læknis og fékk dobbu pillur svo ég sofi nú almennilega. Þetta er búið að vera algerlega ömurlegt að geta ekki sofið því þá er maður kominn í vítahring. Ræður heldur ekki v

©2019 by Sjálfsþurftar búskapur. Proudly created with Wix.com