Search
  • Ransy

Að rísa úr rekkju

Jæja þá kom að því að ég kæmist úr húsi í dag. Hef ekki farið út síðan á þorláksmessu en ég hef verið lengi að ná mér af kvefpestinni sem ég fékk fyrir jólin. Kallinn bauð mér í bíltúr til Keflavíkur og svo fórum við í mat til krakkanna á Skiphól. Alltaf eitthvað gott að borða þar og gaman að hitta þau og litlu ömmu lúsina hana Ronju voffa stelpu. Veðrið er búið að vera ömurlegt,lægð eftir lægð og leiðindi. Sem betur fer hefur ekkert tjón orðið hjá okkur í þessum látum. Ég bíð spennt eftir að það birti og maður fari að huga að sá fræjum í pottana. Sái alltaf mest af matjurtum enda gaman að geta notað sína eigin ræktun. Læt mig dreyma um hvernig vorið og sumarið verði.

42 views

Recent Posts

See All

Heimsókn í hesthús

Jæja þá loksins komst ég til læknis og fékk dobbu pillur svo ég sofi nú almennilega. Þetta er búið að vera algerlega ömurlegt að geta ekki sofið því þá er maður kominn í vítahring. Ræður heldur ekki v

©2019 by Sjálfsþurftar búskapur. Proudly created with Wix.com