Search
  • Ransy

Endalausar óveðurslægðir

Hvernig er þetta með veðurguðina,hvað er eiginlega að frétta með þessar lægðir sem þeir senda endalaust hingað upp á litla Ísland. Í augnablikinu er snjór hjá okkur svona rétt til að lýsa upp þetta endalausa skammdegi með sínu myrkri. En snúum okkur að einhverju skemmtilegra! Komst útí dýrahús með Hebbanum um daginn,hleypti út öndunum og var bara dugleg að stússast í dýrunum og gerði fínt hjá öllum. Kallinn gaf svo litla stóðinu rúllurnar sínar og einnig kindunum sem fengu að fara aftur út þarsem þeim líður best. Samt væsir nú ekkert um þær inni á þurru taðinu/hálminum og nóg hafa þær inni af heyi. Talandi um tað,það fer að verða tímabært að stinga tað við báða garðana og koma því í grindur og út til að veðra það áður en það fer aftur inn í þurrk. Það er fínt að nota taðið í reykkofann en lítið er orðið til af gamla taðinu sem við vorum að nota. Reyndar er ekkert verið að reykja neitt núna enda kolvitlaust veður og ekkert hægt að gera útivið. Set inn myndband af öndunum þegar að þær fóru útá tjörnina sína um daginn.
64 views

Recent Posts

See All

Heimsókn í hesthús

Jæja þá loksins komst ég til læknis og fékk dobbu pillur svo ég sofi nú almennilega. Þetta er búið að vera algerlega ömurlegt að geta ekki sofið því þá er maður kominn í vítahring. Ræður heldur ekki v

©2019 by Sjálfsþurftar búskapur. Proudly created with Wix.com