Search
  • Ransy

Fóstur talning í dag,1 Febrúar


Alltaf gaman að vita hvað er í pakkanum svona fyrirfram og sjá hvernig hrútarnir stóðu sig á jólaballinum með kindunum sínum. Fengum gestahrút hann Bíld sem er ættaður frá henni Herdísi Leifsdóttur að láni en hann gerði það gott með sínum kindum. Þessar 9 sem hann fékk komu svona út: 1 þrílemba Ugla mórauð 6 tvílemdar Blædís grágolsótt-Baugalín baugótt-Rjúpa Rák hvít-Elding hvít-Mjallhvít og Svana. 1 einlemba Bláklukka hvít 1 geld/með bólgur Blæja hvít Ekki var hann síðri hann Svanur Svimasonur okkar Herbert Pétur Guðmundsson og var nú ætlunin að þetta yrði hans síðasta jólaball en núna erum við að renna á rassinn með að láta hann fara blessaðann. Gott að hafa eldri hrút með góða reynslu sem hægt er að treysta á. En hér koma tölurnar/kindurnar hans Svans:

6 Þrílembur Blika-Budda-Tildra-Bomba-Vala og Blondý. 4 tvílembur Bella-Dögun-Bláskel-Blondýna. 2 einlembur Súla og Fröken Elsa.

Ég er bara nokkuð sátt með þesar tölur en reyndar eru þrílemburnar kannski ekki alveg í takt við einlemburnar til að venja undir en það er nú önnur saga.

261 views

Recent Posts

See All

Heimsókn í hesthús

Jæja þá loksins komst ég til læknis og fékk dobbu pillur svo ég sofi nú almennilega. Þetta er búið að vera algerlega ömurlegt að geta ekki sofið því þá er maður kominn í vítahring. Ræður heldur ekki v

©2019 by Sjálfsþurftar búskapur. Proudly created with Wix.com