Search
  • Ransy

Fyrsti minkur ársins

Hebbi fór sinn daglega rúnt í gildrurnar þegar að hann var búinn að hleypa út fuglunum og kíkja yfir dýrin. Hér eru 10 gildrur í vinnu 24/7 og í nótt kom stærðarinnar högni í gildruna niður við hesthús. Fallegur feldur og vel alinn minkur enda múslaust niður frá að mestu. Hann vóg 1.4 kg tæp og er þetta gamall högni með slitnar og brotnar tennur. Reyndar er köttur hér á sveimi líka en hann er yfirleitt hér á veturnar og veiðir mýs niður í hesthúsi. Stundum eru þeir tveir,annar dökkur og hinn bröndóttur að mig minnir. Er sátt við að fá þá í heimsókn en vil síður fá mink jingað í heimsókn. Annars er allt gott að frétta,ég er að jafna mig eftir kvefpestina sem varð næstum því að lungnabólgu en sem betur fer átti ég til pencillin í apótekinu. Það bítur ekkert á kallinn,hann er alveg ótrúlega hraustur hvað varðar allar pestar sem betur fer. Hér hefur varla sést snjór,væri alveg til í smá föl til að fá meiri birtu en það verður allt svo kolsvart þegar að jörð er auð.

81 views

Recent Posts

See All

Heimsókn í hesthús

Jæja þá loksins komst ég til læknis og fékk dobbu pillur svo ég sofi nú almennilega. Þetta er búið að vera algerlega ömurlegt að geta ekki sofið því þá er maður kominn í vítahring. Ræður heldur ekki v

©2019 by Sjálfsþurftar búskapur. Proudly created with Wix.com