Search
  • Ransy

Heimsókn í hesthús

Updated: Feb 6

Jæja þá loksins komst ég til læknis og fékk dobbu pillur svo ég sofi nú almennilega. Þetta er búið að vera algerlega ömurlegt að geta ekki sofið því þá er maður kominn í vítahring. Ræður heldur ekki við að koma sér í að drullast til að panta tíma hjá lækni og koma sér svo þangað en núna lítur þetta betur út. Hebbi skutlaðist með mér til doksa og svo bauð kallinn uppá smurbrauð og kaffi hjá Sigurjóni bakara.Alltaf svo notalegt að setjast þar inn og njóta stundarinnar. Næst stakk kallinn uppá hesthúsa heimsókn en vinafólk okkar var að kaupa sér hesthús inná Mánagrund.Mikið sem það var frískandi að komast af bæ og hitta fólk og ekki síður gobbana. Tók að gamni video af gobbunum þegar að þeir komu inn en þarna er ein hryssa ættuð frá okkur en það er hún Vænting frá Ásgarði.

125 views

©2019 by Sjálfsþurftar búskapur. Proudly created with Wix.com