Search
  • Ransy

Minkar og matjurtir


Það sem maður er þakklátur fyrir þessa veðurblíðu síðustu daga. Núna er ég að verða eitthvað brattari og í þrjá daga í röð hef ég komist með kallinum í útiverkin að sinna dýrunum. Orkan eitthvað að koma tilbaka enda er ég dugleg að sturta í mig vítamínum og lýsi. Eitt gerði ég svona að gamni til að létta mér lundina en ég sáði fyrir nokkrum sortum af fræi sem ég er með undir gróðurljósi og svei mér þá ef ég er ekki að lifna við með plöntunum en ég hef þetta ljós við tölvuna þarsem ég eyði stundum miklum tíma. Karsinn var snöggur að koma upp og á þriðja degi gat ég klippt fyrstu plönturnar og sett ofaná brauð með soðnu egg og kavíar. Spínatið kom svo næst upp og einnig er komin tómatplöntu angi og svo sér í tvær litlar butternut plöntur en þau fræ tók ég úr butternuti sem ég var að fara að elda í fyrra. Ekki hef ég hugmynd hvort þetta vex hjá mér eða yfirhöfuð hér á íslandi kannski þá helst í góðu gróðurhúsi. En að rótast í mold léttir mína lund í svartasta skammdeginu.Hebbi var heldur betur montinn í dag þegar að hann vitjaði í gildru sem spennt er hjá nágrönnum okkar. Minkalæða var í gildrunni og mýsnar greinilega búnar með agnið og einnig farnar að smakka á minknum.Þær voru búnar með bóginn og komnar inní lifur.Alger veisla hjá þeim!

Hann fór síðan og vann útí húsum með mér,náði í nýja beitu fyrir gildruna og þegar að hann labbar að gildrunni þá hugsaði hann með sér "það væri fyndið ef annar minkur væri kominn í gildruna". Hvað haldið þið! Önnur minkalæða komin í gildruna! Það liðu cirka þrír tímar á milli sem hann tók hina læðuna þartil að hann kom tilbaka með beituna. Nú verður spennandi að vita hvort það verður minkur í gildrunni á morgun. Janúar mánuður er búinn að vera mikill gildruveiði mánuður. Líkleg orsök eru þessi óveður en mín kenning er sú að minkarnir hafi hreinlega flúið úr grjótvarnargörðunum vegna sjógangs og komið hingað upp í skjól. Enda hafa lætin niður í fjöru verið svakaleg og mikið af grjóti og þara henst langt uppá land hér.

16 views

Recent Posts

See All

Heimsókn í hesthús

Jæja þá loksins komst ég til læknis og fékk dobbu pillur svo ég sofi nú almennilega. Þetta er búið að vera algerlega ömurlegt að geta ekki sofið því þá er maður kominn í vítahring. Ræður heldur ekki v

©2019 by Sjálfsþurftar búskapur. Proudly created with Wix.com