Search
  • Ransy

Reykingarkofinn

Jæja þá er kominn alvöru reykingarkofi í Ásgarðinn en hann er samvinnuverkefni þriggja bæja. Ásgarður,Skiphóll og Hólabrekka tóku sig saman og lögðu í púkkið efnivið og vinnu og nú er reykt alla daga bjúgu,hangilæri,framparta og aligæs fékk að fljóta með sem tilraun. Hún var sett fyrst í sólahring í 10-11 prósenda saltpækil,svo þerruð og hengd upp. Við erum að nota til reykingar tað úr fjárhúsinu sem stungið var út fyrir fjórum árum og er orðið vel verkað. Það er spennandi að geta unnið sinn mat alla leið úr haga og ofan í maga.


48 views

Recent Posts

See All

Heimsókn í hesthús

Jæja þá loksins komst ég til læknis og fékk dobbu pillur svo ég sofi nú almennilega. Þetta er búið að vera algerlega ömurlegt að geta ekki sofið því þá er maður kominn í vítahring. Ræður heldur ekki v

©2019 by Sjálfsþurftar búskapur. Proudly created with Wix.com